Höfundur

Karl Axelsson

Karl Axelsson lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1990. Á árunum 1993-2015 starfaði Karl sem lögmaður og flutti fjölda mála fyrir dómstólunum hér á landi. Samhliða lögmennsku sat Karl í fjölda nefnda, meðal annars kærunefnd húsamála og óbyggðanefnd. Þá hefur Karl sinnt kennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá 1992, en frá árinu 2007 hefur hann verið dósent við deildina. Karl var settur dómari við Hæstarétt Íslands í október 2014 til júní 2015 og hefur verið skipaður dómari við réttinn síðan í október 2015.

Bækur höfundar

Eignaréttur I

14.900 kr.

Eignaréttur I, er hið fyrsta í fyrirhugaðri þriggja binda ritröð höfunda um íslenskan eignarétt. Þetta fyrsta bindi tekur til umfjöllunar reglur sem eru sameiginlegar flestum eignarréttindum og varða grundvallarþætti í íslenskri eignarréttarskipan. Í ritinu er fjallað um ýmsar raunhæfar réttarreglur sem oft reynir á fyrir dómstólum, eins og til dæmis andlag eignarréttar, eignaraðild, eignarform, forkaupsrétt og önnur óbein eignarréttindi, réttarreglur um sérstaka sameign, stofnunarhætti eignarréttinda og nábýlisrétt.
Höfundar eru Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Víðir Smári Petersen
📄Efnisyfirlit (pdf)