Höfundur

Sindri M. Stephensen

Sindri M. Stephensen er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann lauk BA-prófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2012, meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla árið 2014 og Mag.Jur. gráðu frá Oxford-háskóla árið 2017. Sindri hefur starfað sem aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn, lögmaður og stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands. Kennslu- og rannsóknargreinar hans hafa einkum verið: réttarfar, stjórnsýsluréttur, skattaréttur, persónuréttur, vinnuréttur og Evrópuréttur. Hann veitir forstöðu Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík.

Bækur höfundar

Réttarfar Félagsdóms

9.900 kr.

Bókin fjallar um uppbyggingu og hlutverk Félagsdóms, greinir sérstakar réttarfarsreglur sem gilda um dómstólinn og ber þær saman við hefðbundna réttarfarslöggjöf. Í því samhengi er meðal annars horft til réttarfarslegra krafna til aðildar mála fyrir Félagsdómi, kröfugerða og lögsögu dómstólsins, en reglulega reynir á mörk lögsögu dómstólsins gagnvart hinum almennu dómstólum. Rannsókn bókarinnar lýtur að dómum Félagsdóms frá stofnun hans árið 1938 til 20. febrúar 2020, auk dóma Hæstaréttar Íslands er vikið hafa að dómsúrlausnum og lögsögu Félagsdóms.