Afmælisrit Markúsar Sigurbjörnssonar
Hinn 25. september 2024 verður Markús Sigurbjörnsson sjötugur. Eftir að hafa í skamman tíma verið fulltrúi, fyrst hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumanninum í Gullbringusýslu og síðan við embætti yfirborgarfógetans í Reykjavík, var Markús skipaður borgarfógeti árið 1985. Því embætti gegndi hann til ársins 1988 þegar hann varð prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, þar sem hann sinnti einkum kennslu og rannsóknum í réttarfari. Hann var svo skipaður í embætti hæstaréttardómara 1. júlí 1994 og gegndi því um liðlega 25 ára skeið.
Meðfram störfum sínum við Háskóla Íslands vann hann að samningu lagafrumvarpa sem síðar urðu grundvöllur nýrrar réttarfarslöggjafar sem enn í dag er að mestu óbreytt. Markús var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við lagadeild Háskóla Íslands 6. október 2021.
Fáir lögfræðingar, ef nokkur, hafa haft viðlíka áhrif og Markús á þróun íslensks réttar á síðustu áratugum, ekki síst á sviði réttarfars. Í tilefni af þessum tímamótum hafa nokkrir vinir og samferðarmenn Markúsar ákveðið að gefa út afmælisrit honum til heiðurs.
Í ritnefnd þess eru: Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Kristín
Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Viðar Már Matthíasson, fyrrverandi hæstaréttardómari og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fyrrverandi landsréttardómari og lögmaður. Fons Juris útgáfa ehf., mun annast útgáfu ritsins, sem koma mun út í haust.
Í afmælisritinu verða 30 ritgerðir frá lögfræðingum úr flestum starfsgreinum. Efni þeirra er fjölbreytt en margar eru þó á sviði réttarfars eins og vænta má.
Þau sem vilja heiðra Markús Sigurbjörnsson á þessum tímamótum eru hvött til þess að panta eintak af ritinu á tilboðsverði að fjárhæð 14000 krónur, en nafn þeirra verður þá skráð á heillaóskaskrá, Tabula Gratulatoria, fremst í ritinu.
Hægt er að panta ritið og skrá sig á tabúluna með því að skrá sig hér á síðunni.
Höfundar efna í ritinu eru:
- Aðalheiður Jóhannsdóttir
- Aðalsteinn E. Jónasson
- Ása Ólafsdóttir
- Ásgerður Ragnarsdóttir
- Benedikt Bogason
- Björg Thorarensen
- Eiríkur Jónsson
- Eyvindur G. Gunnarsson
- Garðar Gíslason
- Gizur Bergsteinsson
- Gunnar Páll Baldvinsson
- Halldóra Þorsteinsdóttir
- Helgi I. Jónsson
- Hrefna Friðriksdóttir
- Ingunn Elísabet Markúsdóttir
- Ingveldur Einarsdóttir
- Jóhannes Sigurðsson
- Karl Axelsson
- Kristín Benediktsdóttir
- Margrét Einarsdóttir
- Reimar Pétursson
- Sigurður Tómas Magnússon
- Símon Sigvaldason
- Skúli Magnússon
- Stefán Andrew Svensson
- Stefán Már Stefánsson
- Trausti Fannar Valsson
- Valgerður Sólnes
- Viðar Már Matthíasson
- Víðir Smári Petersen
- Þorgeir Örlygsson