Fjölmiðlaréttur
Fjölmiðlaréttur er sú undirgrein lögfræðinnar sem fæst við þær réttarreglur er snerta stöðu og starfsemi fjölmiðla. Í ritinu er með heildstæðum hætti gerð grein fyrir helstu reglum greinarinnar, en hinar íslensku reglur á þessu sviði hafa mikil tengsl við alþjóðlega samninga um mannréttindi og hafa sætt verulegum breytingum á undanförnum árum.
Í bókinni er ítarlega fjallað um mannréttindaákvæði, tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs og ákvæði laga um fjölmiðla, þ. á m. um réttindi og skyldur fjölmiðla. Eins er fjallað um meiðyrðalöggjöfina og þær reglur sem gilda um ábyrgð á fjölmiðlaefni, sem og gildandi reglur um auglýsingar og önnur viðskiptaboð.
Bókin er rúmlega 460 bls. að lengd, prentuð á hágæða bókapappír og gefin út í harðspjaldi.
Bókin gagnast laganemum og starfandi lögfræðingum, ásamt fjölmiðlafólki og öllum öðrum sem vilja glöggva sig á réttarreglum um fjölmiðla og starfsemi þeirra.
Um höfunda:
Eiríkur Jónsson:
Eiríkur Jónsson er dómari við Landsrétt. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002, LL.M. gráðu frá Harvard Law School árið 2006 og doktorsprófi (Ph.D.) frá Háskóla Íslands 2011. Eiríkur hefur m.a. verið formaður fjölmiðlanefndar og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála.
Halldóra Þorsteinsdóttir:
Halldóra Þorsteinsdóttir er héraðsdómari. Hún lauk Mag. Jur. gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2010 og MBA gráðu frá Háskóla Íslands 2015. Halldóra situr í fjölmiðlanefnd og er formaður áfrýjunarnefndar neytendamála.