Skip to product information
1 of 2

Sindri M. Stephensen

Skattaréttur

Verð 16.900 ISK
Verð Útsöluverð 16.900 ISK
Útsöluverð Uppseld
Með virðisaukaskatti

Ritið fjallar um helstu reglur íslensks skattaréttar. Markmið ritsins er að afmarka auðkenni skatta, greina á hvaða réttarheimildum skattlagning er byggð og skoða hinar ýmsu tegundir skatta og skattastefnur. Jafnframt er leitast við að greina helstu hugtök sem koma til skoðunar við álagningu skatta. Að auki er fjallað um skattstjórnvöld og helstu málsmeðferðarreglur er um þau gilda. Um er að ræða grunnrit í íslenskum skattarétti þar sem hinar breiðu línur réttarsviðsins eru afmarkaðar. Áhersla er einkum lögð á umfjöllun um form- og efnisreglur laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Ritið fjallar um landsrétt en jafnframt er horft til reglna sem rætur eiga að rekja til skuldbindinga Íslands að þjóðarétti, svo sem á grundvelli tvísköttunarsamninga, EES-samningsins og mannréttindasáttmála Evrópu. Ritið er rúmlega 400 bls. 

 

Efnisyfirlit bókarinnar