Afmælisrit Páls Hreinssonar
Þann 20. febrúar 2023 varð dr. juris Páll Hreinsson forseti EFTA-dómstólsins, fyrrverandi prófessor og hæstaréttardómari, sextugur. Í tilefni af þessum tímamótum hafa nokkrir vinir og samferðamenn Páls ákveðið að gefa út rit til heiðurs honum. Í ritnefnd ritsins eru Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, Kristín Benediktsdóttir, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands, Ólafur Jóhannes Einarsson, dómritari við EFTA-dómstólinn, Særún María Gunnarsdóttir, aðalskrifstofustjóri umboðsmanns Alþingis, Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Sindri M. Stephensen, dósent við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. Bókaútgáfan Fons Juris annast útgáfu ritsins sem mun koma út í maí.
Í afmælisritinu verða yfir tuttugu ritgerðir á þeim réttarsviðum sem einkenna rannsóknar- og starfsferil Páls, m.a. á sviði stjórnsýsluréttar, Evrópuréttar, fjármunaréttar og réttarfars. Sjá má efnisyfirlit hér ti vinstri.